Fréttaskýringaþátturinn Kveikur: Ekki sjálfgefið að íslenskan haldi velli

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV tók fyrir stöðu íslenskunnar í þætti sem var sýndur í gærkvöldi, þriðjudaginn 1. febrúar. Til umfjöllunar var ný rannsókn prófessorana Eiríks Rögnvaldssonar og Sigríðar Sigurjónsdóttur, sem nýverið hafa rannsakað áhrif ensku á íslenskukunnáttu og -notkun barna og ungmenna.

Meðal þess sem niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós er að áhrif enskunnar virðast ekki koma niður á íslenskukunnáttu barna ef þau eru í íslensku málumhverfi að meirihluta. Þau virðast fremur bæta enskukunnáttuna án þess að það komi mikið niður á íslenskukunnáttunni.

Það eru þó blikur á lofti og hinn stafræni heimur, sem er því sem næst allur á ensku, verður stærri og stærri hluti af daglegu lífi barna og unglinga. Til að byrgja brunninn, ef svo má segja, þarf skýran vilja yfirvalda og fjármagn, því eins og Eiríkur Rögnvaldsson segir í viðtalinu: ,,Það er ekki sjálfgefið að íslenskan lifi af."

Hér er slóð á þáttinn:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kveikur/32362/9kk351

Myndin sem fylgir fréttinni er skjáskot úr þættinum.