
Almannarómur inn í EDIH-IS
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (e. European Digital Innovation Hub) hefur hlotið styrk upp á rúmar 250 milljónir króna frá framkvæmdastjórn ESB. Almannarómur kemur nýr inn í næsta fasa verkefnisins sem hefst eftir áramót. Verkefnið verður leitt af Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís, í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Auðnu tæknitorg og Almannaróm.







