Tækni sem virkar á íslensku

Almannarómur vinnur að því markmiði að tryggja að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt nýjustu tækni á íslensku. Með þessu verndum við og styrkjum tungumálið og eflum stöðu allra þeirra sem nota íslensku í leik eða starfi.

Almannarómur – Miðstöð máltækni

Almannarómur er stofnaður í kringum þrjú megin markmið:

  • Að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum.
  • Að vernda íslenska tungu.
  • Að stuðla að aðgengi almennings og atvinnulífs að nauðsynlegri tækni.

Almannarómur er miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. Til að fylgja íslensku inn í framtíðina er unnið samkvæmt metnaðarfullri Máltækniáætlun stjórnvalda og sér stofnunin um framkvæmd hennar. Almannarómur er óháð sjálfseignastofnun.

Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á hagnýtingarverkefni sem gera íslenskumælandi tækni aðgengilega og hins vegar á áframhaldandi þróun þeirra innviða sem til þess þarf, í samstarfi við vísindafólk, stofnanir og fyrirtæki, innan lands og utan.

  • 1,0
    orða í íslenskri Risamálheild
  • 1,0
    setningar lesnar inn í Samróm
  • 1,0
    máltækniverkefni styrkt á árinu 2025