Upplýsingagjöf til almennings og stjórnvalda

Almannarómur hefur ríka upplýsingaskyldu gagnvart almenningi og stjórnvöldum. Frá upphafi máltækniverkefnisins hefur Almannarómur því skilað fjölda stöðuskýrslna, vörðuskýrslna, minnisblaða og greinargerða til menningar- og viðskiptaráðuneytis og áður til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þessar skýrslur hafa ýmist verið ritaðar af Almannarómi, óháðu fagráði sem er skipað erlendum sérfræðingum á sviði máltækni, eða rannsóknar- og þróunarhópinum SÍM (Samstarf um íslenska máltækni).

Vörðuskýrslur

Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM skilar Almannarómi vörðuskýrslum reglulega á samningstímanum. Óháð fagráð, sem skipað er erlendum sérfræðingum í máltækni, rýnir vörðuskýrslur og skilar að því loknu úttekt til Almannaróms. Vörðuskýrslur eru því hvoru tveggja á íslensku og ensku. Þar er farið yfir framgang verkefna máltækniáætlunar og hann borinn saman við mælanleg markmið samnings Almannaróms og SÍM. Greiðslur til rannsóknar- og þróunarhópsins byggja á skilum í samræmi við mælanleg markmið, sem eru fyrirfram umsamin í samningi Almannaróms og SÍM. Vörðuskýrslum og skýrslum fagráðs er skilað til menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem greiðir umsamið framlag í samræmi við greiðsluáætlun sem samþykkt er af ráðuneytinu.

Vörður þrjú og fimm fela ekki í sér hefðbundin skýrsluskil heldur kynningu Almannaróms og SÍM fyrir menningar- og viðskiptaráðuneyti, þar sem farið er yfir stöðu verkefna og hagnýtingu þeirra í atvinnulífi og samfélagi.

Vörðuskýrslur sendar til menningar- og viðskiptaráðuneytis:

Varða 1, yfirlit: 9. febrúar 2020.

Varða 1, skýrsla í fullri lengd: 9. febrúar 2020.

Varða 1, skýrsla í fullri lengd á ensku: 10. febrúar 2020.

Varða 2, yfirlit: 1. júní 2020.

Varða 2, skýrsla í fullri lengd: 1. júní 2020.

Varða 4, skýrsla í fullri lengd: 1. febrúar 2021.

Varða 4, skýrsla í fullri lengd á ensku: 1. febrúar 2021.

Varða 6, skýrsla í fullri lengd: 1. október 2021.

Varða 6, skýrsla í fullri lengd á ensku: 1. október 2021

Varða 7, skýrsla í fullri lengd: 1. febrúar 2022.

Varða 7, skýrsla í fullri lengd á ensku: 1. febrúar 2022.

Varða 8, samantekt kynningarfundar fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið: 10. júní 2022.

Varða 9, lokaskýrsla í fullri lengd: 1. október 2022

Varða 9, lokaskýrsla í fullri lengd á ensku: 1. október 2022

Máltækniáætlun 2023-2027

Frá árinu 2019 hafa innviðir máltækni fyrir íslensku verið byggðir upp undir fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda og óhætt að fullyrða að það breiða samstarf háskóla, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, sem lagt var upp með undir stjórn Almannaróms, hafi gengið vel.

Framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi er þó langt í frá tryggð nú við lok fyrstu máltækniáætlunar. Án áframhaldandi markvissra aðgerða og næsta kafla máltækniáætlunar er framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi ógnað. Því er afar mikilvægt að byggt verði ofan á þá fjárfestingu í innviðum máltækni sem þegar hefur farið fram. Áframhaldandi uppbygging er jafnframt lykilþáttur í áherslu ríkisstjórnarinnar hvað varðar þróun íslenskunnar á tímum örra breytinga, sem lögð er fram í fjármálaáætlun 2023-2027.

Máltækni og gervigreind eru að mörgu leyti samofin, enda er máltækni það svið þar sem notkun gervigreindar er einna lengst komin. Þróun gervigreindar og notkun hennar á öllum sviðum íslensks samfélags byggir á því að hægt sé að sækja og nýta mikið magn gagna á íslensku. Máltækni er því lykilþáttur þegar kemur að því að ryðja veginn fyrir nýtingu gervigreindar í atvinnulífi og samfélagi – og tryggja samkeppnishæfni Íslands. Sá mannauður sem orðinn er til við vinnuna við máltækniáætlunina er verðmæt undirstaða áframhaldandi þróunar gervigreindar og máltækni á Íslandi.

Aðgerð 26 í skýrslu verkefnishóps forsætisráðherra um aðgerðir vegna fjórðu iðnbyltingarinnar, um að íslenska þurfi að vera gjaldgeng í allri tækni, á enn við:

Tryggt verði að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi. Verkefnastjórnin leggur til að gerð sé áætlun um hvað taki við eftir að 5 ára máltækniáætlun lýkur. Einnig þarf að tryggja áframhaldandi fjármögnun þverfaglegs meistaranáms í máltækni sem er grundvöllur þess að hér verði til þekkingariðnaður fyrir máltækni.

Almannarómur, í samstarfi við þá erlendu sérfræðinga í máltækni sem skipa fagráð Almannaróms, aðila vinnumarkaðarins, og rannsóknar- og þróunarhópinn SÍM, mótaði máltækniáætlun fyrir árin 2023 til 2027.

Tillögur Almannaróms að framþróun íslenskrar máltækni 2023-2027 (pdf)