Margir fylgdust með Máltæknibyltingunni 

Ráðstefnan Máltæknibyltingin var haldin á vegum Almannaróms á vordögum. Efni ráðstefnunnar var stafræn nýsköpun íslenskunnar með nýtingu máltækni í atvinnulífinu, og þá sérstaklega þá möguleika sem hún veitir til að efla þjónustu við notendur og viðskiptavini. 

Ráðstefnan Máltæknibyltingin var haldin á vegum Almannaróms á vordögum. Efni ráðstefnunnar var stafræn nýsköpun íslenskunnar með nýtingu máltækni í atvinnulífinu, og þá sérstaklega þá möguleika sem hún veitir til að efla þjónustu við notendur og viðskiptavini. 

Vegna samkomutakmarkana var ráðstefnan rafræn og streymt frá Háskólanum í Reykjavík. Mikill metnaður var lagður í miðlun ráðstefnunnar á netinu og var henni meðal annars streymt á vefum RÚV og Vísis. Mikill fjöldi nýtti sér þá leið til að fylgjast með, eða um 1600 manns. Hægt er að sjá upptöku af ráðstefnunni hér

Á ráðstefnunni voru til umræðu vélþýðingar, gervigreind og siðferðileg álitamál, máltækni í þjónustu fyrirtækja á neytendamarkaði, svo sem banka og fjarskiptafyrirtækja, sjálfvirkan yfirlestur texta og sjálfvirka textun sjónvarpsefnis, mikilvægi þess að byggja brýr á milli rannsókna og atvinnulífs, og máltæknilausnir sem mannréttindamál fyrir stóra hópa fólks með fötlun, bæði hvað varðar aðgengi að upplýsingum og stýringar og samskiptamáta. 

Dagskránni var skipt í fimm hluta og erindi flutti fjöldi fólks úr fræðasamfélagi og atvinnulífi, innlendu og erlendu. Ráðstefnan hófst með því að Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, bauð gesti velkomna og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti ráðstefnuna. Opnunarerindið flutti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Að því loknu tóku við stutt erindi og lauk þremur hlutum ráðstefnunnar með líflegum umræðum í sal og á netinu. 

Horfa á ráðstefnuna Máltæknibyltingin á Youtube