Lestrarkeppni grunnskólanna 2021

Forseti Íslands og forsetafrú opnuðu Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 í Fellaskóla þann 18. janúar síðastliðinn. Setbergsskóli, Smáraskóli og Grenivíkurskóli sigruðu í sínum flokkum.

133.311 setningar

Lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins var haldin í annað sinn þann 18. - 25. janúar 2021. Þar var keppt um fjölda setninga sem nemendur lásu inn í Samróm. Forseti Íslands setti keppnina formlega af stað í Fellaskóla.

Skólarnir sem sigruðu sína flokka voru Setbergsskóli, Smáraskóli og Grenivíkurskóli. Skólarnir sem fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur voru Höfðaskóli, Gerðaskóli og Myllubakkaskóli. Nemendur Smáraskóla lásu til dæmis inn hvorki meira né minna en 133.311 setningar.

Keppnin var haldin til þess að hvetja til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaður verður til þess að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku.

Veitt voru verðlaun til skólanna sem voru í fyrsta sæti í sínum flokki, auk þess að þeir skólar sem lásu mest þvert á flokka þar á eftir fengu viðkenningu fyrir frábæran árangur.

Sjá frétt RÚV um Lestrarkeppni grunnskólanna:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/25206/95c3tp/lestrarkeppni-grunnskolanna